Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 498 svör fundust

Er búið að finna bein Ingólfs Arnarsonar?

Hvað sem fólkið hét sem fyrst byggði í Reykjavík (sjá Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?) er víst að bein þeirra hafa ekki fundist. Engin kuml – grafir úr heiðni – hafa fundist neinsstaðar nálægt Reykjavík. Næstu kuml eru á Suðurnesjum, á Hvalnesi og Hafurbjarnarstöðum, en annars þarf að fara upp í Borgarfjö...

Nánar

Hvað eru ógöngurök?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Hvað eru ógöngurökin í heimspeki, sbr Menón?Íslenska orðið ógöngurök er notað sem þýðing á forn-gríska orðinu dilemma, sem merkir bókstaflega tví-setning, það er setning sett saman úr tveimur setningum, sem gefa tvo kosti til kynna. Stundum er tvíkostur notað um sama hugtak. Í ...

Nánar

Eykur laufabrauðsgerð á heimilum verga landsframleiðslu?

Eins og verg landsframleiðsla er almennt reiknuð þá telst slík verðmætasköpun ekki með. Útreikningur á vergri landsframleiðslu byggir á mati á sköpun verðmæta sem ganga kaupum og sölu á markaði. Það sem gert er innan veggja heimilanna til eigin nota reiknast því ekki með. Skurður og steiking á laufabrauði innan...

Nánar

Hvað kom út úr rannsóknum á steingervingum sem fundust í Burstarfellsfjalli í Vopnafirði og voru taldir vera af hjartardýri?

Fyrstu niðurstöður rannsókna á beinaleifunum úr Burstarfelli í Vopnafirði birtust í stuttri grein í Náttúrufræðingnum árið 1990, 59. árg., bls.189-195. Þar var því haldið fram að um væri að ræða bein úr einhverju hjartardýri eða dýri af hjartarætt, Cervidae. Stærsta beinið er að því er virðist hluti úr hægra h...

Nánar

Er gott fyrir blóm og plöntur að fá sykur í moldina?

Undirrituð hefur aldrei heyrt um það að sykur sé góður fyrir pottaplöntur. Aftur á móti er gott að vökva þær með köldu kartöflusoði en í því er að finna ýmis næringarefni sem plöntur þurfa á að halda. Sykur er hins vegar góður fyrir afskorin blóm og í blómaáburði sem oft fylgir afskornum blómum er mikill ...

Nánar

Hvort býður maður góðan dag eða góðan daginn?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvort er rétt að segja Góðan Dag eða Góðan Daginn? Orðið dagur er nafnorð í karlkyni. Góður er lýsingarorð sem beygist sterkt með nafnorði án greinis en veikt með nafnorði með ákveðnum greini. Sterk beyging Veik beyging ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um L-karnitín sem notað er sem fæðubótarefni?

Karnitín (L-karnitín) er á fyrstu skrefum framleiðslunnar búið til úr amínósýrunum lýsíni og metíoníni í lifur og nýrum Eins og á við um svo mörg efni sem markaðsett eru sem fæðubótarefni þá framleiðir heilbrigður einstaklingur nóg karnitín til að anna eftirspurn. Nokkrar tegundir erfðasjúkdóma geta þó valdið rösk...

Nánar

Er hægt að troða sér um tær?

Já, það er hægt, en til þess þarf bæði þjálfun og viljastyrk, fimi og útsjónarsemi. Augljóst er hvað það merkir að troða öðrum um tær. Best er þá að fórnarlambið teygi fótinn dálítið fram en láti hann þó liggja flatan á gólfi eða öðru undirlagi. Sömuleiðis er gott að lambið sé berfætt til þess að árangur verði ...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Kvaran rannsakað?

Ágúst Kvaran er prófessor í eðlisefnafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur verið viðriðinn fjölmörg rannsóknarverkefni sem flest snerta samspil ljóss og efnis. Ágúst hefur lagt áherslu á öflun upplýsinga um eiginleika sameinda með litrófsmælingum og rannsakað áhrif orkuríkrar geislunar á efni. Meðal verkefna eru á...

Nánar

Hvað er ósæðalokuþrengsl og hvaða nýjungar eru í meðferð?

Ósæðarlokuþrengsl eru algengasti hjartalokusjúkdómurinn á Vesturlöndum og þriðji algengasti hjarta- og æðasjúkdómurinn á eftir háþrýstingi og kransæðasjúkdómi.[1] Á Íslandi er algengi ósæðarlokuþrengsla samkvæmt hjartaómun 4,3% hjá einstaklingum yfir sjötugt en samhliða hækkandi aldri þjóðar má gera ráð fyrir að f...

Nánar

Hvað er tilfinningagreind? Er hún mikilvæg?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvernig nýtist tilfinningagreind stjórnendum fyrirtækja? (Sigrún Grímsdóttir) Aðrir spyrjendur eru: Ingimar Guðmundsson, Davíð Þorgeirsson, Silja Baldursdóttir og Þórður Grímsson. Tilfinningagreind (e. emotional intelligence) er hugtak sem á rætur sínar að rekja til starf...

Nánar

Var „íslenska byltingin“ að öllu leyti markleysa?

Spyrjandi á greinilega við „byltinguna“ 1809 þegar breskur sápukaupmaður, Samuel Phelps að nafni, rændi hér völdum meðan Napóleonsstyrjaldirnar geisuðu um Evrópu. Vissulega átti þessi atburður margt sameiginlegt með lýðræðisbyltingum 18. og 19. aldar. Á spyrjandi við hvort hún hafi verið fáránleg uppákoma og ekki ...

Nánar

Hvað er gláka?

Gláka (glaucoma) er safn sjúkdóma sem einkennast af minnkandi sjón og blindu ef ekkert er að gert. Algengasti sjúkdómurinn af þessum flokki er gleiðhornsgláka. Þessir sjúkdómar einkennast af of háum þrýstingi inni í auganu. Þessi þrýstingur skemmir smám saman taugafrumur sjóntaugarinnar og getur á löngum tíma ...

Nánar

Ég heyrði því fleygt að það væri ekki málfræðilega rangt að segja "mjúkastur" og "góðastur", heldur væri þetta gömul og úrelt stigbreyting orðanna?

Í málfræðibókum yfir forna málið er hvergi minnst á að orðið mjúkur sé án hljóðvarps í miðstigi og efsta stigi. Sama gildir um góður að eingöngu er getið miðstigsins betri og efsta stigsins bestur. Í bók Björns Karels Þórólfssonar, Íslenzkar orðmyndir á 14. og 15. öld, þar sem rætt er um breytingar á orðmyndum frá...

Nánar

Fleiri niðurstöður